Árshátíðarvika og árshátíð

Skólastarf verður ekki með hefðbundnum hætti þessa vikuna, enda er verið að æfa og undirbúa árshátíð.  Samvinna er við heimilin um búninga.
Reynt verður að halda íþróttatímum og sundi til að tryggja að nemendur hreyfi sig, en á miðvikudaginn fellur niður körfuboltaæfing hjá öllum.

DSCN0422 DSCN0420 DSCN0426[1]

Árshátíðin er fimmtudaginn 17. mars og byrjar hún kl 13:00.  Við vonumst til að sjá sem flesta.  Skólabílar keyra heim að lokinni árshátíð.  Það verður sjoppa á staðnum sem 10. bekkur sér um. Vinsamlega athugið að ekki verður posi á staðnum og þurfa viðskiptavinir sjoppunnar að vera með reiðufé.

                                                                                                              Nemendur eru í óðaönn að æfa og sumir komnir í búninga.
Close Menu