Grunnskólamót í glímu

 

Grunnskólamót íslands í glímu fór fram á Reyðarfirði laugardaginn 11. apríl sl. Bláskógaskóli sendi fjóra keppendur til leiks sem stóðu sig mjög vel og eignuðumst við m.a. einn grunnskólameistara en Ólafur Magni Jónsson sigraði sinn flokk. Hér fyrir neðan er árangur keppenda Bláskógaskóla. Öll úrslit mótsins er hægt að sjá á www.glima.is.

 

5. bekkur, stelpur

4. Thelma Rún Jóhannsdóttir

 

6. bekkur, strákar (a)

1. Ólafur Magni Jónsson

 

6. bekkur, strákar (b)

2. Sigurður Sævar Ásberg Sigurjónsson

 

9. bekkur, stelpur

2-3. Laufey Ósk Jónsdóttir

R1 R2 R3 R4 R5

Close Menu