Fréttir úr skólastarfinu í list- og verkgreinum

Nýja skólaárið fer vel af stað. Fyrstu tímana á unglingastigi notuðum við í samþjöppun. Nemendur lærðu þá að höggva eldivið fyrir útieldun því nú erum við komin með eldstæði á skólalóðina sem við munum nýta í kennslunni. Nemendur bjuggu einnig til lugtir sem munu skreyta útistofuna okkar, tálguðu litla saltskeiðar og mótuðu skálar. Valið fer vel af stað og hér sést ein mynd af nýbökuðum snúðum. Nemendur á miðstigi fengu heimsókn frá myndlistamanninum Viktori Pétri Hannessyni og sköpuðu bæði einstaklings- og hópa grasagrafíkprentverk úr ferskum plöntum og berjum sem finnast í grenndinni. Þetta var ótrulega skemmtilegur og lærdómsríkur dagur. Þetta er samstarf milli skólans og Listasafns Árnesinga og mun eitt prentverk úr skólanum vera til sýnis næsta vor í safninu.

Close Menu