1. gr.

Foreldrar/forráðamenn sem ætla að nýta þjónustu Frístundar þurfa að sækja um fyrir barn/ börn sín hjá ritara skólans. Frístundin er fyrir börn í 1.– 4. bekk í Bláskógaskóla Reykholti. Hægt er að skrá barn í 1- 5 daga í Frístund á viku. Að lágmarki verða 3 börn að sækja þjónustuna svo henni sé haldið úti. Áður en dvöl barns í Frístund hefst staðfesta foreldrar/forráðamenn með undirritun sinni, að þeir hafi kynnt sér gjaldskrá og reglur og skuldbinda sig til þess að hlíta þeim.

2. gr.

Ef barn ætlar að hætta í Frístund skal berast tilkynning með mánaðar fyrirvara frá foreldri/ forráðamanni til ritara skólans. Miðast uppsögnin við 1. eða 15. dag hvers mánaðar.

3. gr.

Í Frístund gilda skólareglur Bláskógaskóla Reykholti. Vinnudagar í Frístund eru þeir sömu og kennsludagar í Bláskógaskóla Reykholti. Opnunartími er frá því skóla lýkur frá mánudegi – föstudags til kl. 16:00.

4. gr.

Gjald er einungis tekið fyrir tímann frá 15-16 mánudaga til fimmtudaga og 12-16 á föstudögum. Gjald fyrir vistun í Frístund er bundið vísitölu neysluverðs miðað við 1. desember ár hvert og uppfærist 1. janúar ár hvert. Gjaldskrá má finna á heimasíðu Bláskógaskóla Reykholti undir Frístund. Bláskógabyggð sendir greiðsluseðil vegna þjónustugjalda mánaðarlega. Verði dráttur á greiðslum verða reiknaðir dráttarvextir, sbr. lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.

5. gr.

Að jafnaði koma forföll ekki til frádráttar þjónustugjöldum nema um veruleg forföll sé að ræða og skal það metið í hverju tilfelli fyrir sig af skólastjóra.

Tilkynna þarf forföll til skólaritara, sem heldur dagbók yfir þá sem nýta þjónustuna. Sími í Frístund er 480-3020.

6. gr.

Ef foreldrar/forráðamenn eiga tvö eða fleiri börn í Frístund er veittur 25% afsláttur af mánaðargjaldi fyrir annað barn og hvert barn þar á eftir.

7. gr.

Við mönnun á Frístund skal miða við að aldrei séu færri en tveir starfsmenn á vakt hverju sinni. Til viðbótar komi starfsgildi vegna barna sem þurfa sérstakan stuðning.

Close Menu