Gjöf frá Lionsklúbbnum Geysi

Bláskógaskóla í Reykholti hefur borist vegleg gjöf frá Lionsklúbbnum Geysi. Um er að ræða tvo bókakassa. Í kössunum eru bókasett sem ætluð eru til lestrarkennslu í skólanum, um er að ræða PALS lestrarþjálfun. Að auki gáfu Lionsfélagar tvær i-pad spjaldtölvur sem sömuleiðis eru ætlaðar til lestrarkennslu. Við þökkum kærlega fyrir þessa veglegu gjöf og erum þess fullviss að hún muni koma að afskaplega góðum notum. Það er ómetanlegt að finna velviljann og áhugann í samfélaginu fyrir skólanum.

Starfsfólk Bláskógaskóla

IMG_0710

Close Menu