Göngum í skólann

Við á Laugarvatni tókum þátt í verkefninu Göngum í skólann. Þar sem margir af okkar nemendum koma í skólabíl og geta þar af leiðandi ekki gengið í skólann, þá ákáðum við kennararnir að ganga á hverjum einasta degi með nemendum okkar í einn mánuð. Hver kennari sá um að fara með sinn hóp út en á fimmtudögum í fyrsta tíma gegnum við alltaf öll saman. Allir göngutúrarnir voru skráðir niður, við mældum hversu langt við fórum og hversu lengi við vorum að ganga. Alls gengum við 132 kílómetra og vorum úti í 32 klukkustundir.

Í dag enduðum við svo þetta verkefni með því að fara í skrúðgöngu , ásamt leikskólanum, um svæðið við enduðum svo í Héraðsskólanum þar sem okkur var boðið í heitt kakó og kökur.

Nemendur skólans tóku þátt í verkefninu af jákvæðni og þau voru mjög dugleg að ganga.DSC_0537 DSC_0539 DSC_0545

Close Menu