Grænfánanum flaggað í annað sinn…

Í vor var Grænfánanum flaggað í annað sinn hér í Bláskógaskóla Reykholti. Þá fengum við afhenda viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar og fyrir að leggja okkar af mörkum til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólans og í nærsamfélaginu. Ragnheiður Jónasdóttir hefur sinnt verkefnastjórn umhverfisnefndar skólans en í henni eru einnig fulltrúar frá hverjum bekk ásamt fulltrúum frá starfsfólki, kennurum og foreldrum. Eftirfarandi myndir voru teknar við athöfnina.

Close Menu