Hættum fyrr í dag vegna veðurspár

Ágætu foreldrar/forráðamenn!
Nú höfum við ákveðið að senda nemendur heim kl. 12:00 í dag vegna slæmrar veðurspár og akstursskilyrða. Við kappkostum að tryggja öryggi þeirra og tökum enga áhættu með skólabílana á hálum vegum í roki og hugsanlegum hríðarbyl. Ákvörðunin er tekin í samráði við alla skólabílstjórana.

Við biðjum foreldra/forráðamenn einnig að vera vakandi í fyrramálið fyrir SMS-um, tölvuskeytum og á samfélagsmiðlum um skólahald í fyrramálið, sem gæti mögulega fallið niður vegna veðurs og/eða ófærðar.

Close Menu