Jólaskreytingadagur

Fimmtudaginn 4. desember var skreytingadagur í Bláskógaskóla Reykholti. Nemendur föndruðu jólaskraut af ýmsum toga. Foreldrar 4. bekkinga sáu um að bjóða kakó og piparkökur. Eftir hádegi var svo kveikt á jólaljósunum á trénu við Aratungu og þar komu nemendur Bláskógaskóla og Álfaborgar saman og sungu nokkur jólalög. Pálmi húsvörður gaf svo öllum mandarínur. Nemendur Bláskógaskóla fóru svo í Aratungu og þar var horft á jólamynd.

IMG_0022 IMG_0023 IMG_0038 IMG_0048 IMG_0090

Close Menu