Lífsleikni 8.bekkur

Í lífsleikni í 8. bekk höfum við verið að vinna með hugtökin vinátta og fallegt orðbragð. Ýmislegt var rætt um gildi þess að vera góður vinur og bekkjarfélagi og í kjölfarið spratt sú hugmynd að gera með okkur samning. Samningurinn er á þá leið að allir nemendur í bekknum sem og umsjónarkennari skrifuðu undir yfirlýsingu um að viðhafa fallegt orðbragð í tímum og frímínútum. Sá sem segir óvart eitthvað ljótt eða óviðeigandi fær nafn sitt ritað á miða og fer miðinn í krukku. Þegar bekkjarkvöldið verður, þurfa 2,,stigahæstu” nöfnin að sjá um uppvaskið.
Nemendur og umsjónarkennari 8. bekkjar.
8. bekkur orðbragð
Close Menu