Menntalestin á Suðurlandi

Verkefnið er hluti af  Sóknaráætlun á Suðurlandi og er ætlað að stuðla að skólaþróun á öllum skólastigum. Hugmyndin með menntalestinni er að sjá til þess að áhugaverð verkefni og fræðsla verði í boði í skólunum á svæðinu og þannig verði stuðlað að  betri aðgangi að fræðslu, aukinni sköpun og skólaþróun í takt við þarfir og áherslur í  nýrri aðalnámskrá.

Á vorönn er boðið upp á leiklistarsmiðju. Hugmyndin að henni er þríþætt:

Leiksmiðja fyrir starfsfólk, hún var í boði síðastliðinn fimmtudag

Leikritið Unglingurinn sem sýnt var í Aratungu á laugardag

Leiksmiðja fyrir nemendur. Nemendur í 5. – 10. bekk tóku í dag þátt í leikslistarsmiðju. Leiðbeinandi var Björk Jakobsdóttir.  Ekki var annað að sjá en nemendur tækju þessari nýbreytni fagnandi, a.m.k. voru tóku allir virkan þátt með bros á vör.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA OLYMPUS DIGITAL CAMERA OLYMPUS DIGITAL CAMERA OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Close Menu