Norrænt skólahlaup

Þriðjudaginn 15. október hlupu nemendur Bláskógaskóla Norrænt skólahlaup.  Allir nemendur skólans tóku þátt í hlaupinu á einn eða annan hátt. Þeir sem einhverra hluta vegna gátu ekki hlaupið aðstoðuðuð við skráningu og tímatöku.  Nemendur í 1.-4. bekk fóru 2.5 km, nemendur í 4. bekk gátu valið um að fara 2.5 eða 5 km og nemendur í 7.-10.bekk gátu valið um að fara 5 eða 10 km. Nemendur geta eins fram kemur að ofan valið um tvær vegalegndir. Þeir stjórna líka hraða sínum (ganga, skokka, ganga og skokka).

Við vorum afskaplega heppin með veður þegar hlaupið var, en það skiptir talsverðu máli. Að hlaupi loknu var nemendum boðið upp á kakómjólk og kleinu.IMG_0003 IMG_0018 IMG_0023 IMG_0042

Close Menu