Páskabingó

Fimmtudaginn 17. mars verður bingó í Aratungu. Í boði verða flottir vinningar sem krakkarnir í 10. bekk hafa safnað saman til að safna fyrir útskriftarferð sinni nú í vor. Húsið opnar klukkan 19:00 og bingóið sjálft byrjar klukkan 19:30 stundvíslega. Ef einhverjir hafa hug á að styrkja okkur frekar getum við tekið við fleiri vinnungum frá sveitungum og velunnurum. Takk fyrir stuðninginn.
1 spjald kostar 500 kr.
3 spjöld kosta 1200 kr
5 spjöld kosta 2000 kr

Fjöldi vinninga frá frábærum styrktaraðilum eins og súpuhlaðborð frá Geysi, bækur, páskaegg, gjafabréf frá Ormsstöðum, Culina, matarkarfa
Fontana, Surf and Turf, Somobil.is, Spóastaðir veiðileyfi, paprikuplöntur
Ölgerðin páskaöl, Málning, Gottís, Ísbúð Vesturbæjar og margir fleiri.

Sjoppa á staðnum með sælgæti og gosi
Sjáumst í Aratungu
10. bekkur Bláskógaskóla.

Close Menu