Peningagjafir

Kvenfélag Biskupstungna gaf Bláskógaskóla í Reykholti veglega peningagjöf. Peningarnir voru nýttir til kaupa á tækjum fyrir heimilisfræðistofu skólans. Keypt var þvottavél, hrærivél, matvinnsluvél ásamt ýmsu smálegu til nota í heimilisfræðistofu.
Kvenfélag Laugdæla gaf Bláskógaskóla á Laugarvatni einnig veglega peningagjöf. Þeir peningar voru nýttir til kaupa á tækjum og tólum sem nýtast í útieldhús og kennslu.
Þökkum við báðum kvenfélögum kærlega fyrir.

Close Menu