Bláskógaskóli starfar eftir lögum um grunnskóla 91/2008.  Allur rekstur er á ábyrgð og kostnað sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.
Menntamálaráðuneytið fer með yfirstjórn þeirra málefna er lög þessi taka til og hefur eftirlit t.d. (sjálfsmat skóla) með því að sveitarfélögin uppfylli þær skyldur sem lögin, reglugerðir við þau og aðalnámsskrá grunnskóla kveða á um.
Skólastjóri er forstöðumaður skólans og ber faglega og rekstrarlega ábyrgð á starfsemi skólans. Dagleg umsjón og umráð skólamannvirkja eru í höndum skólastjóra í umboði sveitarstjórnar.
Um áramót skal skólastjóri leggja fram rekstraráætlun, sem lögð er síðan fyrir skólanefnd og sveitarstjórn.

Close Menu