Val á unglingastigi

haustönn 2020

Litun, þrykk og útsaumur

Kennari: Sigrún Óskarsdóttir

Lýsing á námskeiði:

Á þessu námskeiði kynnast nemendur bæði jurtalitun og kemískri litun. Gerðar verða litatilraunir á efnum og garni með jurtum og öðru sem finna má í nærumhverfinu. Á námskeiðinu er japanska litunaraðferðin Shibori kynnt þar sem efni eru brotin saman á ólíka vegu og þrædd niður og notast er við textílliti til að ná fram áhugaverðri litaáferð í efnið. Einnig verður farið yfir hvernig búnir eru til þrykkstimplar úr frauðplötu sem nota má til að fá fram skemmtilegu mynstri á efni og unnið verður með frjálsan útsaum á skapandi máta. Í lokin hanna nemendur síðan nytjahlut þar sem þeir blanda saman aðferðunum sem þeir lærðu.

Fatasaumur

Kennari: Sigrún Óskarsdóttir

Lýsing á námskeiði:

Nemendur læra að vinna með tilbúin snið og dýpka þekkingu sína við að vinna á saumavél og overlockvél. Saumuð verður hettupeysa úr bómullar jersey efni og geta nemendur hanna útlit peysunnar.

Bolta- og skólahreystival

Kennari: Helgi Kjartansson

Lýsing á námskeiði:

Farið verður yfir allar helstu boltagreinar sem spilaðar eru hér á landi. Reglum og grunnatriðum greinanna verða gerð góð skil svo nemendur öðlist dýpri skilning á íþróttinni. Í skólahreystinu verður lögð áhersla á efla styrk nemenda með almennum styrktaræfingum og skólahreystisgreinum.

Exel námskeið og önnur verkfæri eins og t.d. word

Kennari: Agla Snorradóttir

Lýsing á námskeiði:

Farið verður í grunnatriði töflureiknisforritsins Exel og hvernig er hægt að nota það á einfaldan hátt t.d. að færa bókhald, búa til reikninga og fleira.

Notast verður við grunnbókina  Kennslubók í Exel  https://www.boksala.is/product/kennslubok-i-excel-2016/ og valin verkefnin sem fylgja https://tolvunotkun.weebly.com/excel-2016-ndash-grunnskjoumll.html

Einnig verður notast við https://mms.is/namsefni/verkefni-i-excel-fyrir-unglingastig

Miðað er við ákv. vinnu í tímum og ef nemandi nær ekki að klára verkefnið í tímanum þá þarf að ljúka því heima. Einnig ef nemanda finnst námsefnið áhugavert og skemmtilegt er möguleiki að fá viðbótarverkefni.

Öll námsgögn(verkefni, myndbönd og slíkt),fyrirmæli og skil verða sett upp í google classroom

Teikniforritið Inkscape

sjá https://inkscape.org/  ,  https://www.fablab.is/fablab-kennsluefni/hugbunadur/inkscape/ og annað tengt Fablab á Selfossi https://www.fablab.is/

Kennari: Agla Snorradóttir

Lýsing á námskeiði:

Kennd verða grunnatriði í forritinu Inkscape  og unnin verkefni þar að lútandi.  Eins og staðan er núna er hægt að prenta út í skólanum límmiða sem hægt er að setja á ýmiskonar hluti en stefnt er að því að kaupa strauvél til þess að hægt sé að prenta út myndir og setja á textílefni eins og boli, buxur, töskur og annað sem nemendur hafa áhuga á að vinna.  Ef nemendur eru með miklar séróskir varðandi efnistök þá má reikna með því að nemendur þurfi að kaupa t.d flíkurnar sjálfir.  Þá er reiknað með að hægt verði að heimsækja Fablabið á Selfossi  https://www.fablab.is/starfsstodvar/selfoss/ og fá að vinna hugmyndum sínum brautargengi þar. Hér mjá hugmyndir að því sem hægt er að teikna í forritinu https://www.pinterest.com/aglasnorrad/fablab-hugmyndir/ og vinna síðan í skólanum eða Fablabinu á Selfossi. Miðað er við að hægt sé að fara einu sinni í Fablab á Selfossi til að ,,prenta út“ verkefni.

Öll námsgögn(verkefni, myndbönd og slíkt),fyrirmæli og skil verða sett upp í google classroom

Stuttmyndagerð af ýmsum toga

Kennari: Agla Snorradóttir

Lýsing á námskeiði:

Nemendur mega velja sér viðfangefni og forrit/hugbúnað til að nota t.d imovie, moviemaker, pivot eða annan hugbúnað sem til er og hægt er að nota á tæki skólans. Svona til að gefa hugmyndir þá hafa nemendur á svona námskeiði unnið teiknimyndir http://atthagafraedi.blaskogaskoli.is/index.php/pivot-verkefni, legomyndir sjá td http://atthagafraedi.blaskogaskoli.is/index.php/lego-verkefni , leiknar myndir sjá t.d. http://atthagafraedi.blaskogaskoli.is/index.php/ymis-verk  

Svo má búa til kennslumyndbönd, kynningarmyndbönd og annað sem nemanda dettur í hug á þessu sviði og er framkvæmanlegt innan ramma skólans og námskeiðsins.
Einnig er möguleiki að vinna í tónlistarforritum og búa til eigin tónverk og gefa út. En þar má reikna með sjálfsnámi nemandans með aðstoð kennarans.

Nemandi má taka eigin tæki með í tímana og eru þau á ábyrgð hans, skólinn tekur ekki ábyrgð á þeim tækjum verði þau fyrir tjóni.

Verkefni nemandans verða síðan gefin út og sett á youtube-svæði skólans https://www.youtube.com/user/Atthagafraedi  

Öll námsgögn(verkefni, myndbönd og slíkt),fyrirmæli og skil verða sett upp í google classroom

Skapandi bakstur

Kennari: Arite Fricke

Lýsing á námskeiði:

Nemendur vinna saman að bakstri þar sem útbúnar verða tertur, kökur, smákökur, rúnstykki og brauð. Álegg eins og pesto eða kryddsmjör matreidd. Samráð er haft við nemendur um verkefnaval.

Kennslugögn:

 • Ýmsa matreiðslubækur, kennsluefni heimilisfræði
 • Matreiðslubloggarar

Skapandi matreiðsla

Kennari: Arite Fricke

Lýsing á námskeiði:

Nemendur vinna saman að matargerð þar sem útbúnir verða aðal-, for- og eftirréttir.

Samráð er haft við nemendur um verkefnaval og viðfangsefni.

Kennslugögn: Ýmsar matreiðslubækur, Matreiðslubloggara, Kennsluefni heimilisfræði

Göngur & Sköpun: olíumálun og leirmótun

Kennari: Arite Fricke

Lýsing á námskeiði:

Göngur og útiveru getur tekið okkur lengra í skapandi vinnu endar er það að ganga viðurkennt listform amk síðan 1960. Við kynnumst vinnubrögðum og ferlum af lista- og fræðimönnum á borð við Jóhannes Kjarval, Frida Kahlo, Karlotta Blöndal, Rebecca Solnit og Hamish Fulton. Stefnum sem eru kenndar við feril þeirra skoðaðar (súrrealismi, impressionismi, expressionismi, kúbismi, landart og göngulist). Málað með olíulitum og kynnir kennari verk úr eigin ferlil. Í lotulok unnið með leir og íslensku bergi sem glerung. Lögð er áhersla á að nemendur fara sína eigin leiðir í útfærslu lokaverka og hafa aðgang að fjölbreyttu efniviði og tækjum. Lögð er einnig áhersla á að nemendi hafa nægan tíma í rannsóknarvinnu, greiningu og síðan fyrir sköpun. Fjallað er um meðvitund (awareness),núvitund og sköpunarmátt og um það sem útivera geri fyrir okkur í sköpunarferlinu. 

Kennslugögn:

 • Kynning sem kennari bjó til
 • Kennslubók “Kjarval – listamaðurinn sem fór sina eigin leiðir”
 • Bók “Wanderlust” eftir Rebekku Solnit
 • Bækur Myndmennt I og II
 • Bók “Listasaga”
 • Bók 13 Art Movements Children should know
 • Bók 13 Women Artists Children should know
 • kennsluvefur https://www1.mms.is/myndmennt/?cat=78
 • mismunandi kvikmyndir og þættir á netinu

Leiksskólaval – námskeiðið er í leikskólanum Álfaborg

Kennarar: Leikskólastjóri Erla Jóhannsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri Hildur Hjálmsdóttir, Verkefnastjóri Guðbjörg Gunnarsdóttir og deildarstjórar Bryndís Sveinsdóttir/Aja Jensen á Krummaklettum og Lovísa T. Magnúsdóttir á Lambadal.

Tímafjöldi á viku: tveir tímar á mánudögum.

Lýsing á námskeiði: á þessu námskeiði fá nemendur að kynnast og taka þátt leik og faglegu starfi í leikskólanum Álfaborg. Þeir verða kynntir fyrir grunnþáttum Aðalnámskrár leikskóla og hvernig við fléttum þeim inn í daglegt starf. Nemendur munu búa til verkefni í samstarfi við Guðbjörgu verkefnastjóra og deildarstjóra tveggja eldri deildanna, Lambadal og Krummakletta og vinna að því verkefni yfir önnina. Meginþema vetrarins í leikskólanum er sögur, ævintýri og læsi og verður unnið að því að búa til verkefni sem tengjast því

 

Close Menu