Skólareglur í Bláskógaskóla í Reykholti voru unnar upp úr vinnu tveggja starfshópa kennara og niðurstöðum nemendaþings um skólareglur sem haldið var haustið 2015.  Þær voru síðan bornar undir nemendur, kennarafund, skólaráð og skólanefnd og gefnar út í janúar 2016.

Skólareglur

Í reglugerð nr. 2702. gr. 2 (2000) um skólareglur segir:

Hver grunnskóli skal setja sér skólareglur sem skylt er að fara eftir. Skólastjóri, kennarar og aðrir starfsmenn, nemendur og forráðamenn þeirra skulu í sameiningu kosta kapps um að starfsandi og skólabragur í skólanum sé sem bestur og eiga skólareglur að stuðla að því. Forsendur góðs starfsanda eru vellíðan, gagnkvæmt traust, virðing og samábyrgð allra í skólasamfélaginu.

 1. Við komum fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur – af virðingu, kurteisi og tillitsemi.
 2. Við mætum í skólann hrein, úthvíld og snyrtilega til fara.
 3. Öll notkun raftækja í kennslustundum er óheimil nema með leyfi kennara eða annars starfsfólks. Raftæki, s.s. símar, hljómtæki og spjaldtölvur, eru geymd ofan í tösku og stillt þannig að þau trufla ekki eigandann eða aðra í kringum hann í kennslustundum.
 4. Þeir nemendur sem koma með verðmæti í skólann gera það á eigin ábyrgð.
 5. Hvers kyns upptökur af fólki (s.s. mynd- og hljóðupptökur), án samþykkis þess, eru óheimilar.
 6. Við mætum stundvíslega í kennslustundir og skólabíl og stundum nám okkar af alúð og vandvirkni.
 7. Við göngum vel um í skólanum, á skólalóðinni og alls staðar sem við erum á vegum skólans, göngum frá yfirhöfnum, útiskóm og öðrum útifatnaði í forstofu.
 8. Við förum vel með eigur okkar og annarra.
 9. Við hlýðum fyrirmælum kennara, starfsfólks og skólabílstjóra og mætum með kennslugögn og bækur sem nauðsynleg eru hverju sinni í skólann.
 10. Neysla tóbaks, áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð á skólatíma, á viðburðum og í ferðalögum á vegum skólans.
 11. Öll umferð vélknúinna ökutækja á skólalóð á skólatíma er óheimil.

Viðurlög við brotum á skólareglum

 1. Ef um brot á skólareglum er að ræða er ferlið eftirfarandi:
  1. brot: Umsjónarkennari ræðir við nemandann og veitir honum aðvörun.
  2. brot: Umsjónarkennari og skólastjóri ræða við nemandann, útskýra fyrir honum alvarleika brotsins og aðvara hann um hvað gerist ef brotið er endurtekið.
  3. brot: Foreldrar eru boðaðir á fund með umsjónarkennara og skólastjóra og aðgerðir heimilis og skóla samstilltar.
 2. Við ítrekuð eða alvarleg brot á reglum skólans eða landslögum er skólastjóra heimilt að vísa nemanda úr skóla á meðan unnið er að lausn mála. Forráðamönnum og fræðsluyfirvöldum verður tilkynnt um þá ákvörðun.
 3. Ef nemandi lætur enn ekki segjast ræðir skólastjóri við nemanda og foreldra/forráðamenn hans. Í framhaldinu fer málið fyrir nemendaverndarráð.
 4. Um leið og foreldrum er tilkynnt um agabrot nemandans skal skrá það í dagbók nemandans og allan feril málsins eftir það.
 5. Forráðamenn nemenda eru bótaskyldir ef um skemmdir verðmæta er að ræða.
 6. Ef um einelti er að ræða tekur verklag eineltisáætlunar við.

Í Bláskógaskóla í Reykholti er andmælaréttur virtur og jafnræðis gætt í meðferð allra mála.

Um meðferð alvarlegra og endurtekinna brota á skólareglum er vísað til laga um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum nr. 1040/2011

Close Menu