Símalausar frímínútur

Nemendaráð kallaði alla nemendur saman og ræddu um samskipti í frímínútum. Þeim fannst takast vel til þegar þau gerðu tilraun með símalausar frímínútur fyrir jól. Þau tilkynntu því að það eigi að prófa aftur að hafa síma-/tækjalausar frímínútur en núna tvisvar í viku, á mánudögum og þriðjudögum. Það mun gilda a.m.k. fram að páskum. Skemmtilegar umræður sköpuðust og krakkarnir í nemendaráðinu stóð sig vel í umræðum og svörum.

Close Menu