Sjálfsmarkmiðatré

Þemadagar voru haldnir í skólanum á haustönn. Þemað þetta árið var sjálfsmyndin og á einni stöðinni unnu nemendur að sjálfsmarkmiðatré. Nemendur voru beðnir um að skoða sjálfsmynd sína og setja sér markmið. Nemendur voru beðnir um að skoða t.d. hvort þeir ættu einhverja drauma, um hvað þeir vildu verða, læknir, bóndi og svo framvegis . Einnig hvort nemendur vildu læra eitthvað nýtt eða verða betri í einhverju. Markmiðin gátu tengst sköpun, hamingju, heilbrigði, vináttu, menntun, tjáningu, tilfinningu, innsæi, fjárhag eða hverju því sem hver og einn vildi stefna að. Þetta gátu verið langtíma eða skammtíma markmið. Hver nemandi valdi sér svo trjágrein sem táknaði hann sjálfan og  útfærði á persónulegan hátt.  Á greinina var markmiðunum komið fyrir á þann hátt sem nemandinn valdi sjálfur, skrifuð, máluð, útsaumuð eða hvað sem viðkomandi datt í hug. Eitt af markmiðum þessa verkefnis var að kynna fyrir nemendum skúlptúr og samvinnu,  allar greinarnar voru svo skrúfaðar saman og mynda nú sjálfsmarkmiðatré sem má sjá á gangi skólans. Allir nemendur í Reykholti eiga sína grein í trénu.

Sigurlína og Signý

tema_leir_2014 001 tema_leir_2014 002

Close Menu