Skemmtileg heimsókn

Nokkrir nemendur í 3. bekk fóru í gönguferð um hverfið í blíðunni í dag. Á leið okkar hittum við Kalla neonljósasmið sem sýndi okkur hvernig átti að blása gler. Eins sýndi hann okkur hvernig hann blés upp gler og sprengdi það, hann bjó til álft eða “svan” úr gleri og svo sýndi hann okkur hversvegna rafmagn er svo hættulegt. Þetta var ævintýraferð og það væri gaman að fá að koma aftur og skoða betur það sem hægt er að gera úr gleri, gasi og eldi.

glerblástur_3bekk

Close Menu