Skólafærninámskeið

Í dag, mánudaginn 16. september, er skólafærninámskeið á vegum skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Námskeiðið er fyrir foreldra barna í 1.-4. bekk og hefst kl.16.

Fjallað verður um ábyrgðarhlutverk foreldra gagnvart skólagöngu barnsins og mikilvægi góðs samstarfs skóla og heimilis. Fjallað verður m.a. um félagstengsl og mikilvægi þess að kennarar og foreldrar hlúi að vináttutengslum nemenda. Talmeinafræðingur fjallar um lestur og lestrartileinkun. Þá verður foreldrasáttmáli Heimilis og skóla kynntur og mælt með að kennarar og foreldrahópurinn sammælist um reglur sem gildi í bekknum t.d. varðandi útivistartíma, afmælisboð o.fl.

Close Menu