Skólahreysti

Miðvikudaginn 26. mars fór fram keppni í suðurlandsriðli í skólahreysti. Farið var með rútu til höfuðborgarinnar með öflugt stuðningsmannalið. Byrjað var á því að koma við í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Þar fengu nemendur góða leiðsögn og fræðslu um safnið. Keppnin fór fram í Smáranum í Kópavogi en 10 skólar mættu til leiks. Bjarki Bragason tók þátt í upphífingum og dýfum. Hann tók 36 upphífingar þar sem hann lenti í 1.-2. sæti og svo tók hann 24 dýfur þar sem hann lenti í 5. sæti. Ragnheiður Olga Jónsdóttir tók þátt í armbeygjum og hreystigreip. Hún tók 22 armbeygjur þar sem hún lenti í 7. sæti og í hreystigreipinni lenti hún í 8. sæti á tímanum 1.44 mín. Í hraðaþrautinni tóku þátt Rannveig Góa Helgadóttir og Valgeir Snær Backman þau lentu í 3-4. sæti á tímanum 2.38. Lokaúrslit keppninnar urðu þau að Hvolsskóli fór með sigur af hólmi en við í Bláskógaskóla lentum í 4. sæti sem er mjög góður árangur. Hægt er að sjá heildarúrslit á heimasíðu keppninnar, www.skolahreysti.is .
Það var glæsilegur stuðningsmannahópur sem fór með í ferðina til að styðja sem best við bakið á keppendum en það voru allir nemendur skólans í 8.-10. bekk. Eftir keppnina var farið í Smáralind þar sem allir fengu sér að borða áður en farið var í bíó. Það voru þreyttir en ánægðir nemendur sem komu seint heim eftir góðan og skemmtilegan dag.

Skolahr_2014

Close Menu