Smiðjuvinna

Í Bláskógaskóla á Laugarvatni eru unnið í smiðjum með nemendum úr elsta árgangi leikskóla upp í 7. bekk grunnskóla og er unnið í blönduðum hópum. Þemað okkar er fuglar og er unnið með það í fjórum mismunandi smiðjum, ýmiss konar fræðsla, myndlistarsmiðja, smíðar og handmennt.

Í handmenntasmiðjunni er unnið með hreiðurstaði og gerðir fugla og útbúa nemendur hreiðursvæði fyrir þá fugla sem þau völdu sér sjálf í upphafi vinnunnar. Þá fugla vinna þau með í gegn um allar smiðjurnar.

Hér eru nokkrar myndir sem sýna vinnuna sem búið er að vinna í handmenntahópnum frá áramótum og má þarna sjá staði grágæsar, æðarfugls, lunda, hrafns, súlu og tjalds.

1 2 3

Close Menu