Sprækir krakkar um allt Suðurland

CIMG5799Grunnskólamót HSK í frjálsíþróttum var haldið á Laugarvatni í blíðskaparveðri, þann 17. september. Því miður nutu keppendur ekki veðursins þar sem áður hafði verið ákveðið að færa keppnina inn fyrir hússins dyr því veðurútlit virtist eiga að vera vindasamt. Keppnin var sem sagt haldin innandyra og kepptu krakkarnir sem skráðu sig í mótið í þremur greinum; 30m spretthlaupi, langstökki án atrennu og kúluvarpi.
Sex skólar skráðu sig til leiks, Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Grunnskólinn í Hveragerði, Vallaskóli, Þjórsárskóli, Flúðaskóli og Bláskógaskóli. Mótið gekk mjög vel fyrir sig og stóðu krakkarnir sig með prýði og voru sannar fyrirmyndir í umgengni, það fór ótrúlega lítið fyrir þeim þrátt fyrir að um 150-160 keppendur væru inni í íþróttahúsinu á Laugarvatni.
Grunnskólameistarar HSK í frjálsíþróttum árið 2013 í hverjum flokki fyrir sig voru eftirfarandi:
5.-6. bekkur stelpur: Grunnskólinn í Hveragerði
7.-8. bekkur stelpur: Grunnskólinn í Hveragerði
9.-10. bekkur stelpur: Vallaskóli
5.-6. bekkur piltar: Bláskógaskóli
7-8. bekkur piltar: Flúðaskóli
9.-10. bekkur piltar: Grunnskólinn í Þorlákshöfn

Heildarúrslitin, sem og árangra hvers keppanda má svo nálgast á heimasíðu HSK.

CIMG5377 CIMG5575

Close Menu