Stóra upplestrarkeppnin 2016

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í uppsveitum Árnessýslu og Flóa fór fram í Þjórsárveri fimmtudaginn 3. mars sl.  Keppendur komu úr Þjórsárskóla, Flúðaskóla, Kerhólsskóla, Flóaskóla, Bláskógaskóla á Laugarvatni og Bláskógaskóla í Reykholti, alls 11 keppendur.  Fyrir hönd Bláskógaskóla í Reykholti kepptu þær Unnur Kjartansdóttir og Jóna Kolbrún Helgadóttir.  Þjálfari þeirra var Hekla Hrönn Pálsdóttir. Við erum afar stolt af frammistöðu þeirra í keppninni.  Úrslit fóru þannig að keppendur úr Flúðaskóla hrepptu 1. og 2. sæti og Jóna Kolbrún hreppti það 3.

DSCN0400  DSCN0404
DSCN0410DSCN0414

Close Menu