Styttist í jólafrí…

Litlu jólin

Fimmtudaginn 19. desember ætlum við að halda litlu jólin. Þá mæta allir spariklæddir í skólann og borða hátíðarmat í hádeginu. Eftir hádegi dönsum við í kringum jólatréð í Aratungu. Foreldrar eru velkomnir á jólaballið. Athugið að það er mæting 10:15 þennan dag.

Jólafrí

Föstudaginn 20. desember er síðasti dagur fyrir jólafrí. Þá verða stofujól fyrst um morguninn og síðan jólabingó í kringlunni. Nemendur koma síðan heim á hefðbundnum tíma. Eftir jólafrí hefst skóli fimmtudaginn 2. janúar kl.10:15.

Close Menu