Þemadagar

Á þriðjudag og fimmtudag unnu nemendur á báðum starfsstöðvum að þemaverkefni sem tengdist sjálfsmynd þeirra. Nemendur unnu í aldursblönduðum hópum. Einn nemandi í hverjum hópi var hópstjóri og bar ábyrgð á að allir skiluðu sér á vinnustöðvarnar.

Ýmis verkefni er tengdust sjálfsmyndinni voru unnin,má þar nefna sjálfsmynd, stjörnumerkin og persónulýsingar sem og draumahúsið og garðurinn.
Close Menu