Þingvallaferð

Nemendur úr 6.-7. bekk Bláskógaskóla heimsóttu Þingvelli í dag.  Þar komust þau í návígi við urriðann sem á hverju hausti hrygnir í Öxará.  Þrátt fyrir ísskæni sem myndast hafði síðustu daga ofarlega í ánni þá sást mikill fiskur við brúna yfir Öxará við Valhöll en þar var íslaust.  Urriðinn var þar í torfum og sýndi nemendum vel hvernig hrygning fer fram en þeir eru að læra slíkt í haust.  Urriðinn hrygnir í möl og straumvatni og tóku nemendur andköf þegar hrygna og hængur tóku sýnikennslu í hrygningu fyrir framan augun á þeim.  Veðrið var gott og Þingvellir skörtuðu sínu fegursta í leiðsögninni en fræðslufulltrúi þjóðgarðsins Einar Á. E. Sæmundsen tók á móti hópnum.

Þökkum við honum kærlega fyrir.

hopur á bru horft i anna hópur á logbergi i gja

Close Menu