Uppskeruhátíð

Tvo dagsparta vikunnar hafa unglingarnir í Bláskógaskóla kost á því að velja á milli ákveðinna námsgreina. Þær eru flestar á sviði list- og verkgreina, einhverjar hafa það að markmiði að undirbúa nemendur undir bóklegt nám í framhaldsskólum og aðrar að kynna nemendum fyrir ýmsum leiðum til lífsfyllingar, eins og það er orðað í Aðalnámskrá grunnskóla.

Miðvikudaginn 12. nóvember blés unglingadeildin til nokkurskonar uppskeruhátíðar. Þá lauk tímabili sem nemendur hafa sótt tíma í sömu valgreinunum og nýtt tímabil með nýjum valgreinum  tekur við. Hátíðin tókst mjög vel og var hin mesta skemmtun. Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á hátíðinni, fleiri myndir eru í myndasafninu.

IMG_0008 IMG_0016 IMG_0038 IMG_0056 IMG_0076

Close Menu