Varðandi breyttar reglur um skólastarf

Góðu foreldrar nemenda í Bláskógaskóla Reykholti!

Eftir upplýsingafund yfirvalda í dag er fólk litlu upplýstara en það var fyrir fundinn um það hvernig kennslu grunnskólabarna verður háttað næstu daga. Það er þó ljóst að skólastarf mun taka breytingum eftir helgina. Hverjar þær verða nákvæmlega vitum við ekki enn. Ekkert er hægt að ákveða um framhaldið fyrr en ný reglugerð um málið verður kynnt um helgina. Um leið og við vitum innan hvaða lagaramma okkur verður gert að starfa munum við skipuleggja starfið þangað til 17. nóvember og kynna það skipulag um leið og það verður tilbúið.

Við verðum að biðja ykkur að fylgjast með tölvupósti og/eða Facebook-skilaboðum frá skólanum um helgina.

Stjórnendur

Close Menu