Vegna kórónuveirufaraldurs


Að tilmælum landlæknis höfum við nú breytt vinnulagi í útdeilingu ávaxta á morgnana. Hanskaklæddir kennarar rétta nú nemendum þá ávexti sem þeir biðja um.
Í mötuneytinu hafa líka orðið þær breytingar að Binni skammtar mat og kartöflur á diska
og grænmetið er sett á borðin hjá nemendurm. Þannig fækkar höndunum sem snerta sameiginlega fleti og áhöld.
Þetta þýðir að úrvalið af meðlætinu hefur minnkað, en enginn þarf að fara svangur frá borði.
Þess utan höfum við spritt við hendina og hvetjum til handþvotta, eins og þjóðin öll iðkar þessa dagana.
Við í skólanum tökum þessa faraldursglímu af ró og yfirvegun og hvetjum alla aðra til þess sama.


Close Menu